Í brennidepli

Hugheilar hátíðakveðjur

Börn og starfsfólk heilsuleikskólanna hjá Skólum ehf. senda ykkur öllum hugheilar hátíðakveðjur........

Sjá eldri tilkynningar

Skólarnir okkar

Heilsuleikskólinn Krókur

Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík tók til starfa 5. febrúar 2001. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára.  Það eru fjórar deildir á leikskólanum og geta 105 börn dvalið þar samtímis. Krókur er 684,7 m2 að stærð og er byggingin í eigu Grindavíkurbæjar.  Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 5. nóvember 2003 og fékk Grænfánann, alþjóðlega viðurkenningu fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf, í þriðja sinn í júní 2013.

Heilsuleikskólinn Kór

Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi tók til starfa 1. júní 2006. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára.  Það eru sex deildir (lundir) á leikskólanum og geta 124 börn dvalið þar samtímis. Kór er 842 m2 að stærð og er byggingin í eigu Kópavogsbæjar.  Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 1. desember 2008 og fékk Grænfánann, alþjóðlega viðurkenningu fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf, í annað sinn í maí 2014.

Heilsuleikskólinn Skógarás

Heilsuleikskólinn Skógarás(áður Háaleiti) í Reykjanesbæ tók til starfa 2. september 2008. Leikskólinn er fyrir börn frá 2-6 ára.  Það eru fjórar deildir undir leikskólanum og geta um 80 börn dvalið þar samtímis. Skógarás er 933m2 að stærð og er byggingin í eigu Reykjanesbæjar.  Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 11. júní 2010 og hefur tvisar hlotið Grænfánann (2015 og 2018), sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir öflugt umhverfis-og nátturuverndarstarf. Heilsuleikskólinn Skógarás er heilsueflandi leikskóli og fyrsti leikskólinn á landinu til þess að innleiða YAP ( Young Athletes Program) og fékk viðurkenningu frá Special Olympics á Íslandi af því tilefni.

Heilsuleikskólinn Ársól

Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík tók til starfa 1. desember 2008. Leikskólinn er fyrir börn frá 9 mánaða aldri til 3 ára. Það eru þrjár deildir á leikskólanum og geta 54 börn dvalið þar samtímis. Ársól er 467 m2 að stærð og er byggingin í eigu Reykjavíkurborgar. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 13. júní 2013 og fékk fyrsta Grænfánann, alþjóðaviðurkenningu fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf haustið 2015 og hefur flaggað honum tvisvar sinnum eftir það, síðast í júní 2020.