Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík tók til starfa 5. febrúar 2001. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára. Það eru fjórar deildir á leikskólanum og geta 105 börn dvalið þar samtímis. Krókur er 684,7 m2 að stærð og er byggingin í eigu Grindavíkurbæjar. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 5. nóvember 2003 og fékk Grænfánann, alþjóðlega viðurkenningu fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf, í þriðja sinn í júní 2013.