Stefna Skóla ehf.

Öll börn ættu að alast upp við það að virða heilsu sína sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir auknum lífsgæðum til frambúðar. Því má segja að meginmarkmið Skóla endurspeglist í yfirskriftinni „Heilbrigð sál í hraustum líkama“. Stefna Skóla miðar að því að gera fyrirtækið og starfsmenn þess enn samstilltari og hæfari til að ná þessu markmiði.

Hugmyndafræði og þróunarstarf

Skólar starfa í anda Heilsustefnunnar og stefna að því að verði leiðandi í þekkingu og aðferðafræði heilsueflandi leikskólastarfs með heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins að leiðarljósi.

Mannauður

Fyrirtækjabragur Skóla skal einkennast af heilsumeðvituðum og ánægðum starfsmönnum sem eru stoltir af sínum vinnustað. Því verði tekin upp skýr mannauðs- og gæðastefna hjá Skólum ásamt því að efla bæði starfsánægju og fagþekkingu hjá starfsmönnum.

Símenntun og starfsþróun

Starfsemi Skóla byggir á vel menntuðu, samstilltu og ábyrgu fagfólki. Stefnt verður að því að fjölga starfsmönnum með leikskólakennararéttindi ásamt því að taka upp samræmda símenntunaráætlun.


Kynningar- og markaðsmál

Skólar verði þekktir sem samnefnari fyrir heilsueflingu í leikskólastarfi á Íslandi. Þannig verði Skólar þekktasta fyrirtækið hérlendis á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi og fyrsti valkostur og viðmið sveitarfélaga þegar kemur að rekstri leikskóla.

Rekstur

Rekstur Skóla verði hagkvæmur og á allan hátt til fyrirmyndar. Fjölgun leikskóla sem reknir eru af fyrirtækinu byggi á að sérhver rekstrareining sé arðbær og stuðli þannig að frekari hagkvæmni í rekstri. Innviðir verði styrktir með því að taka upp gæðaviðmið og gæðastaðla hjá fyrirtækinu sem auðvelda allan samanburð og stuðla að endurbótum í starfsháttum og rekstri