Skólar ehf taka þátt í Erasmus+ verkefni

Skólar ehf taka þátt í Erasmus+ verkefni sem ber heitið Bio-Trio og er samstarf 6 stofnana frá Íslandi, Ungverjalandi, Rúmeníu og Slóvakíu. Einn leikskólastjóri og tveir kennarar frá Skólum taka þátt í verkefninu fyrir hönd fyrirtækisins.

Markmið verkefnisins er að læra hvernig sé best að stuðla að heilbrigðum samskiptum við börn með sérþarfir, foreldra þeirra, sérkennara og öðru fagfólki sem kemur að málefnum barnanna. Einnig verður gefinn út bæklingur um snemmtæka íhlutun þar sem foreldrar geta lesið sig til um þroskaskeið barna á aldrinum 3 mánaða til 6 ára og hvert foreldrar geta leitað ef þeir hafa áhyggjur af þroska barnanna sinna. Bæklingurinn er skrifaður á ensku en verður svo þýddur yfir á móðurmál þeirra landa sem taka þátt í verkefninu.

Þátttakendur hafa farið á tvö námskeið um samskipti og unnið að útgáfu bæklingsins. Fyrra námskeiðið var haldið í Bratislava, Slóvakíu í mars 2018 og það seinna  fór fram í bænum Satu Mare, Rúmeníu í október 2018.  Áætlað er að verkefninu ljúki um mitt ár 2019.

 

Til baka