Tilnefning til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í dag. Um 300 tilnefningar bárust í ár.

Í flokknum „Frá kynslóð til kynslóðar“ var fagstjórinn okkar, Ólöf Kristín Sívertsen, tilnefnd ásamt tveimur öðrum. Tilnefning hennar er fyrir mikið og faglegt starf við eflingu lýðheilsu í skólasamfélaginu. Við erum að sjálfsögðu afskaplega stolt af okkar konu og óskum henni og okkur öllum hjá Skólum ehf. innilega til hamingju.

Til baka