Hreyfifærni barna - Færni til framtíðar

Allir út að leika! Starfsfólk á Heilsuleikskólanum Hamravöllum í Hafnarfirði og Heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi fengu á dögunum svo sannarlega skemmtilega heimsókn frá Sabínu Steinunni Halldórsdóttur frá Færni til framtíðar. Var hún með alveg frábært útinámskeið á báðum stöðum fyrir allt starfsfólkið í tengslum við hreyfifærni og hreyfiþroska barna. Starfsfólkið skemmti sér hið besta og er nú uppfullt af hugmyndum um hvernig við getum nýtt útivist og náttúruna sjálfa sem óþrjótandi uppsprettu tækifæra til að vekja áhuga barnanna og athygli, örva skynfæri þeirra og stuðla að bættri hreyfifærni og -þroska.

Til baka