Skólar ehf. taka þátt í Hreyfivikunni "MOVE WEEK"

Allir heilsuleikskólar Skóla ehf. taka þátt í Hreyfivikunni MOVE WEEK sem fram fer um gjörvalla Evrópu vikuna 29. sept. - 05. okt. Tilgangur verkefnisins er að kynna almenningi kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum sér til heilsubótar og hvetja fólk til að finna þá hreyfingu sem hentar því best. Markmiðið er að 100 milljón fleiri Evrópubúar verðir virkir í hreyfingu árið 2020 en þegar verkefnið hópst árið 2012. UMFÍ heldur utan um verkefnið á Íslandi og er í samvinnu við yfir 200 grasrótarsamtök í Evrópu sem öll eru aðilar að International Sports and Culture Association (ISCA) sem stendur fyrir verkefninu.

Fjölbreytt dagskrá er í boði á öllum skólunum okkar sem eiga það sammerkt að boðið er upp á a.m.k. einn viðburð þar sem foreldrum er boðið að taka þátt í hreyfingu ásamt börnum sínum. Hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í dagskrá vikunnar með börnunum og munið hversu mikilvægar fyrirmyndir þið eruð. Góða skemmtun!

Til baka