Um Skóla ehf.

Fyrirtækið Skólar ehf. var stofnað árið 2000 af feðgunum Guðmundi Péturssyni og Pétri R. Guðmundssyni, hóf rekstur leikskóla árið 2001 og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á heilsueflandi skólastarf undir einkunnarorðunum "heilbrigð sál í hraustum líkama".

Í dag rekur fyrirtækið 4 heilsuleikskóla sem allir starfa samkvæmt Heilsustefnu, sem kennd er við Unni Stefánsdóttur, og hafa auk þess tekið virkan þátt í þróun verkefnisins Heilsueflandi leikskóli í samvinnu við Embætti landlæknis. Skólar eru stærsti einstaki rekstraraðilinn innan Samtaka heilsuleikskóla og jafnframt einn af stofnaðilum Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK). Skólar reka:

Heilsuleikskólann Krók í Grindavík
Heilsuleikskólann Kór í Kópavogi
Heilsuleikskólann Skógarás í Reykjanesbæ
Ungbarnaleikskólann Ársól í Reykjavík

Markmið Skóla ehf. eru að:

  • Stuðla að heilbrigði og auknum lífsgæðum nemenda til frambúðar
  • Skapa aðstæður og umhverfi sem hvetja nemendur til heilsusamlegra ákvarðana
  • Vera í fararbroddi þegar kemur að heilsueflingu og auka veg hennar í skólastarfi
  • Fjölga heilsuskólum á leik- og grunnskólastigi í náinni framtíð.


Framkvæmdastjóri er Guðmundur Pétursson og rekstrarstjóri er Kristín Margrét Baranowski.

Aðalskrifstofur Skóla ehf eru á Ásbrú, við Flugvallarbraut 752 í Reykjanesbæ.